Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 18:45 „Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ Sjá meira
„Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ Sjá meira