Innlent

Uppsögn Snorra rétt ákvörðun

Samúel Karl Ólason skrifar
Bæjarráð Akureyrar segir það hafa verið rétta ákvörðun að vísa Snorra Óskarssyni úr starfi, þrátt fyrir niðurstöðu innanríkisráðneytisins um að ákvörðunin hafi verið ólögleg.

Honum var sagt upp stöðu kennara í Brekkuskóla á Akureyri árið 2012 fyrir fordómafull skrif um samkynhneigða.

„Þrátt fyrir niðurstöðu Innanríkisráðuneytisins telur bæjarráð að rétt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni frá störfum þar sem fordómafull skrif hans um samkynhneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennari barna í skyldunámi. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna næstu skref,“ segir í bókun bæjarráðs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×