Innlent

Björgunarsveitir á leið á Vatnajökul að sækja veikan mann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sækja veikan mann.
Sækja veikan mann. mynd/ úr safni
Björgunarsveitir á Austurlandi eru nú á leið á Vatnajökul að sækja veikan mann. Sá er hluti leiðangurs er hugðist þvera jökulinn frá Snæfelli til Grímsvatna en ekki vildi betur til að einn leiðangursmanna veiktist.

Eftir að hafa ráðfært sig við lækni símleiðis var ákveðið að réttast væri að koma hópnum til byggða.

Farið er á jökul frá Héraði, Seyðisfirði, Breiðdalsvík og Höfn, á fimm jeppum og tveimur vélsleðum.

Leiðindaveður og -færð er á jökli og nokkur nýfallinn snjór. Því var ákveðið að senda bjargir fleiri en eina leið á jökul og er áætlað að fyrstu þeirra verði ekki komnar að ferðamönnunum fyrr en um níu leytið í kvöld ef allt gengur að óskum.

Símasamband er við hópinn og væsir ekki um mennina, enda eru þeir vel búnir og reyndir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×