Lífið

Troðfullt á kósíkvöldi Létt Bylgjunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Troðfullt var á kósíkvöldi Létt Bylgjunnar sem haldið var í Kringlunni.

Siggi Hlö var gestgjafi og bingóstjóri en hann stjórnaði einu fjölmennasta bingói sem farið hefur fram. Vel á annað þúsund manns tóku þátt í þremur bingóumferðum og voru glæsilegir vinningar í bæði, til dæmis kaffivél, árskort í Hreyfingu og Gold-heilsurúm frá Betra bak.

Margir listamenn komu fram einnig fram á kvöldinu. Kóri Vocal Project söng um alla Kringluna en á sviðum Kringlunnar komu fram Kaleo, SamSam systur, Védís Hervör, Hafdís Huld og Steinar auk þess sem Trúbadorinn Eiríkur Hafdal tróð upp. Þá spáði Sigríður Klingenberg fyrir gestum og gangandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.