Vínið dýra sem Englar alheimsins drukku á Grillinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 10:11 Hér er Wilhelm með flösku af Chateau Moton Rothschild um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Vísir/Aðsent „Hér held ég á flösku af Chateau Moton Rothschild 1982, víninu góða sem Englar alheimsins skoluðu matnum niður með,“ segir Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu og Grillsins. Vísir sagði frá eftirminnilegri sögu í gær, sem Einar Már Guðmundsson gerði góð skil í bók sinni Englum alheimsins. Sagan varð nánast ódauðleg eftir að kvikmynd byggð á bókinni kom út: Í einu atriði myndarinnar fara þrír vistmenn á Kleppi á Grillið og panta allt það dýrasta og fínasta á matseðlinum. Þegar kemur að því að borga segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Nú hefur fundist mynd af Wilhelm með vínið sem vistmennirnir drukku með matnum á Grillinu. En vínið var það dýrasta sem boðið var upp á á Grillinu. Fór á borð Wilhelms Þegar þetta gerðist í raun, lenti málið á borði Wilhelms – framkvæmdastjórans á Hóteli Sögu. Hann ákvað að greiða reikninginn fyrir vistmennina þrjá og bað lögregluna um að bíða eftir þeim í andyri hótelsins – en ekki koma inn og handtaka þá fyrir framan aðra gesti. Lögreglumennirnir keyrðu vistmennina svo á Klepp, eftir þessa dýrindis máltíð – eina þá frægustu sem sögur fara af.Flottasti árgangurinn Wilhelm segir þennan árgang af Chateau Moton Rothschild 1982 vera einstakan – og því greinilegt að vistmennirnir þrír hafi verið miklir smekksmenn. „1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld og flasakan af þessu víni kostaði 26.800 krónur þá.“ Myndin hér að ofan er tekin á níunda áratugi síðustu aldar. Þá sá Wilhelm um hótel, veitinga og ráðstefnurekstur Hótels Sögu.Frumkvöðull í innflutningi á víni Umhverfið í hótelrekstri og skemmtanabransanum var allt annað en það er í dag. Til dæmis var allur innflutningur á víni í höndum ríkisins. „Það var ekki til neitt af vínum á árum áður. Nema einhverjar fjórar til fimm rauðvínstegundir, tvær rósavínstegundir og eitthvað svipað af hvítvíni – og allar mismunandi vondar,“ segir Wilhelm og heldur áfram: „Og síðan fengum við veitingamenn – eftir mikla baráttu – leyfi til að flytja inn vín sjálfir, sem ekki var selt í ríkinu. Þetta var allt á eigin ábyrgð. Við þurftum að taka áhættuna af því, ef vín var skemmt eða seldist ekki. Og álagning á vínum var ekki nema fimmtíu prósent, en nú leggja menn á um 300 prósent.“ Tengdar fréttir Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Hér held ég á flösku af Chateau Moton Rothschild 1982, víninu góða sem Englar alheimsins skoluðu matnum niður með,“ segir Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu og Grillsins. Vísir sagði frá eftirminnilegri sögu í gær, sem Einar Már Guðmundsson gerði góð skil í bók sinni Englum alheimsins. Sagan varð nánast ódauðleg eftir að kvikmynd byggð á bókinni kom út: Í einu atriði myndarinnar fara þrír vistmenn á Kleppi á Grillið og panta allt það dýrasta og fínasta á matseðlinum. Þegar kemur að því að borga segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Nú hefur fundist mynd af Wilhelm með vínið sem vistmennirnir drukku með matnum á Grillinu. En vínið var það dýrasta sem boðið var upp á á Grillinu. Fór á borð Wilhelms Þegar þetta gerðist í raun, lenti málið á borði Wilhelms – framkvæmdastjórans á Hóteli Sögu. Hann ákvað að greiða reikninginn fyrir vistmennina þrjá og bað lögregluna um að bíða eftir þeim í andyri hótelsins – en ekki koma inn og handtaka þá fyrir framan aðra gesti. Lögreglumennirnir keyrðu vistmennina svo á Klepp, eftir þessa dýrindis máltíð – eina þá frægustu sem sögur fara af.Flottasti árgangurinn Wilhelm segir þennan árgang af Chateau Moton Rothschild 1982 vera einstakan – og því greinilegt að vistmennirnir þrír hafi verið miklir smekksmenn. „1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld og flasakan af þessu víni kostaði 26.800 krónur þá.“ Myndin hér að ofan er tekin á níunda áratugi síðustu aldar. Þá sá Wilhelm um hótel, veitinga og ráðstefnurekstur Hótels Sögu.Frumkvöðull í innflutningi á víni Umhverfið í hótelrekstri og skemmtanabransanum var allt annað en það er í dag. Til dæmis var allur innflutningur á víni í höndum ríkisins. „Það var ekki til neitt af vínum á árum áður. Nema einhverjar fjórar til fimm rauðvínstegundir, tvær rósavínstegundir og eitthvað svipað af hvítvíni – og allar mismunandi vondar,“ segir Wilhelm og heldur áfram: „Og síðan fengum við veitingamenn – eftir mikla baráttu – leyfi til að flytja inn vín sjálfir, sem ekki var selt í ríkinu. Þetta var allt á eigin ábyrgð. Við þurftum að taka áhættuna af því, ef vín var skemmt eða seldist ekki. Og álagning á vínum var ekki nema fimmtíu prósent, en nú leggja menn á um 300 prósent.“
Tengdar fréttir Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25