Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2025 12:13 Sérstök áhersla verður lögð á andlega líðan eldri fólks í Gulum september. Vísir/Magnús Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið. Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?