Innlent

Rúnars Orra og Bjarka Dags leitað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rúnari Orra Lárusyni, 14 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. sunnudag. Einnig er lýst eftir Bjarka Degi Anítusyni, 15 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. laugardag.

Rúnar er  160 cm á hæð, grannvaxinn með axlarsítt hár. Hann var klæddur í svartar buxur og hettupeysu, er hann fór að heiman. Bjarki er 185 cm á hæð, þrekvaxinn og stuttklipptur. Hann var klæddur í hettupeysu og bláar gallabuxur er hann fór að heiman.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir piltanna eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×