Innlent

30 þúsund manns að baki verkefni um verndun hálendisins

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Við finnum fyrir sífellt auknum áhuga á alþjóðavísu á því að vernda hálendi Íslands. Bæði vegna þess að Íslands er vinsælt ferðamannaland og að fólk sem kemur hingað nær að tengist hálendinu sterkum böndum.“
"Við finnum fyrir sífellt auknum áhuga á alþjóðavísu á því að vernda hálendi Íslands. Bæði vegna þess að Íslands er vinsælt ferðamannaland og að fólk sem kemur hingað nær að tengist hálendinu sterkum böndum.“ MYND/LANDVERND
Þrjú ferðafélög og Samtök útivistarfélaga munu á morgun gerast aðilar að verkefninu Hálendið – hjarta landsins sem Landvernd hleypti af stokkunum síðasta haust. Undirritun þess efnis fer fram á útsýnispalli Perlunnar í Öskjuhlíð klukkan 13 á morgun.

„Þetta er ótrúlega mikill liðsauki, því þetta eru fjölmennustu ferðafélög landsins,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Ferðafélögin eru  Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands og Ferðafélagið Útivist.

Um 30 þúsund manns munu því koma til með að standa að baki verkefninu að sögn Guðmundar.  Markmið verkefnisins sé að vekja athygli á fyrirhuguðum stórframkvæmdum á hálendi Íslands og gefa fólki kost á að taka undir kröfu Landverndar um að hálendinu verði hlíft við þeim.

„Með þessum liðsauka er þetta því að verða heljarmikið afl í baráttunni fyrir því að hálendinu verði hlíft fyrir frekari virkjunum og uppbygginu háspennulína,“ segir Guðmundur.

Þegar hafa sex þúsund manns frá 70 löndum skrifað undir kröfuna um að hálendinu verið hlíft. Að sögn Guðmundar geta allir skrifað undir. „Þetta er ekki sér íslensk barátta heldur alþjóðleg barátta fyrir vernd hálendisins,“ segir Guðmundur.

„Við finnum fyrir sífellt auknum áhuga á alþjóðavísu á því að vernda hálendi Íslands. Bæði vegna þess að Íslands er vinsælt ferðamannaland og að fólk sem kemur hingað nær að tengist hálendinu sterkum böndum.“

„Hingað koma ljósmyndarar til að taka myndir uppi á hálendi og bjóða okkur svo að fá þær myndir sem þeir tóku,“ segir Guðmundur. 

Hægt er að skrifa undir kröfu félaganna og samtakanna á vefsíðumverkefnisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×