Innlent

María Lilja dæmd fyrir meiðyrði

Kristín Snæfell sést hér vinstra megin á myndinni.
Kristín Snæfell sést hér vinstra megin á myndinni. mynd/samsett
Maríu Lilja Þrastardóttir, blaðamaður, var í dag dæmd fyrir meiðyrði í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna skrifa hennar í Fréttablaðinu í júní á síðasta ári.

Héraðsdómur dæmdi ákveðin ummæli dauð og ómerk varðandi umfjöllun um samtökin Vörn fyrir börn og Kristínu Snæfell, forstöðukonu samtakanna.

Maríu er gert að greiða Kristínu 200 þúsund krónur í miskabætur og 300 þúsund krónur í málskostnað.

Kristín hafði áður krafist þess að ummælin yrðu dæmd ómerk og að henni yrðu greiddar tvær milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×