Innlent

Þjóðarmorðin í Rúanda: Aldrei aftur, eða hvað?

Hrund Þórsdóttir skrifar
20 ár eru liðin frá þjóðarmorðunum í Rúanda og því hófst vikulöng þjóðarsorg í landinu í dag. Við förum yfir söguna en vörum við myndefni í meðfylgjandi myndskeiði.

Hátt í milljón manna var drepin í Rúanda á hundrað daga tímabili árið 1994 og hófst morðæðið þann sjöunda apríl eftir að forseti landsins var ráðinn af dögum. Á örskammri stundu náðu öfgamenn úr röðum Hútú manna völdum og hófu kerfisbundið að útrýma samlöndum sínum, aðallega Tútsí mönnum. Tíu þúsund morð voru framin að meðaltali á hverjum degi í þrjá mánuði og varð þetta eitt blóðugasta þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar. Margir eftirlifenda þurftu að þola limlestingar og nauðganir og er talið að um þriðjungur þjóðarinnar þjáist enn af áfallastreituröskun.

Loforð alþjóðasamfélagsins var: Aldrei aftur. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að þetta loforð virðist hafa fallið í gleymsku, því sagan sé að endurtaka sig í Lýðveldinu Kongó og í Mið-Afríkulýðveldinu.


Tengdar fréttir

Vikulöng þjóðarsorg hafin

Vikulöng þjóðarsorg hefst í Rúanda í dag til minnast þess nú að 20 ár eru liðin frá því borgarastríð braust úr með einu óhugnanlegasta þjóðarmorði 20. aldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×