Innlent

Ætlaði að stöðva veggjakrot en var skorin á hendi

Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.
Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.
Kona var skorin á hendi laust fyrir klukkan eitt í nótt þegar hún fór að skamma hóp ungra manna fyrir veggjakrot fyrir utan íbúðarhús í miðborginni. Þegar konan birtist, brugðust þeir ókvæða við, drógu upp einhverskonar hníf og sögðust ætla að stinga hundinn hennar.

Hún kom hundinum til varnar þannig að hnífurinn lenti á hendi hennar. Konan kallaði á aðstoð lögreglu, en veggjakrotararnir voru horfnir þegar hún kom á vettvang og eru ófundnir. Konunni var að vonum illa brugðið, en ætlaði sjálf að búa um sárið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×