„Ég sparkaði bara eins og tryllt manneskja“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. apríl 2014 14:28 Hér er Svanhvít á heimili sínu í Garðabæ. Vísir/Stefán „Lögreglan kom hingað í gær og spurði mig fleiri spurninga. Eina sem ég veit er að hann er hávaxinn, grannur og rétthentur,“ segir Svanhvít Magnúsdóttir, sem varð fyrir líkamsárás í dyragættinni á heimili sínu í síðustu viku. Málið hefur vakið mikla athygli, en upphaflega var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV „Hér var bankað upp á seint á mánudagskvöldi. Ég stend upp og opna dyrnar. Þá sé ég grímuklæddan mann sem kýldi mig í andlitið. Ég varð bara brjáluð úr reiði. Ég varð ekki hrædd – eða ég fann allavega ekki fyrir því. Ég sparkaði í manninn og hitti hann á milli fótanna,“ rifjar Svanhvít upp í samtali við Vísi og heldur áfram: „Ég sparkaði bara eins og tryllt manneskja – það var ekkert meiningin að hitta hann þarna. Þetta voru bara viðbrögð í einhverjum tryllingi.“Lögreglan rannsakar málið Lögregla var kölluð á vettvang sama kvöld. Málið er enn í rannsókn og komu lögreglumenn til Svanhvítar í gær til þess að spyrja hana fleiri spurninga. „Þeir voru að vonast til þess að ég mundi eftir einhverju meiru en ég gat sagt þeim fyrir viku síðan. En ég gat eiginlega ekki sagt þeim neitt meira. Eina sem ég veit er að hann er hávaxinn, grannur og rétthentur. Ég veit ekki hvort þetta sé útlendingur eða Íslendingur, hann sagði ekki orð. Hann bara gekk eitt skref inn í íbúðina og kýldi mig með krepptum hnefa. Eina skiptið sem ég heyrði eitthvað í honum var eftir að ég sparkaði í hann. Þá gaf hann frá sér einhver hljóð og hljóp á brott.“ Hún segist ekki hafa heyrt neitt meira um hver þetta hafi hugsanlega verið. „Ég veit bara ekki neitt meira um þetta nema að mig grunar að vesalingurinn hafi nú ekki verið allsgáður.“Enn má sjá áverka á andliti Svanhvítar.Vísir/StefánEkki opna fyrir hverjum sem er „Ég vona bara að þetta verði einhverjum öðrum víti til varnaðar. Ég vona bara að fólk læsi hurðum sínum og opni ekki fyrir hverjum sem er. Maður þarf að hafa varann á,“ segir Svanhvít. Svanhvít er að jafna sig eftir árásina, henni var vitanlega brugðið. „Fyrstu viðbrögðin voru eiginlega bara undrun. Ég veit ekki hvernig ég ætti að lýsa því öðruvísi. Svo fór ég að gera mér betur grein fyrir þessu og á miðvikudeginum var ég orðin svolítið döpur.“ Hún segir friðhelgi heimilis síns hafa verið rofna þetta mánudagskvöld. „Mér finnst þetta bara einum of gróft. Að banka bara upp á og ráðast á mann. Ég veit ekki hvað manninum gekk til.“ Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn lögreglu. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
„Lögreglan kom hingað í gær og spurði mig fleiri spurninga. Eina sem ég veit er að hann er hávaxinn, grannur og rétthentur,“ segir Svanhvít Magnúsdóttir, sem varð fyrir líkamsárás í dyragættinni á heimili sínu í síðustu viku. Málið hefur vakið mikla athygli, en upphaflega var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV „Hér var bankað upp á seint á mánudagskvöldi. Ég stend upp og opna dyrnar. Þá sé ég grímuklæddan mann sem kýldi mig í andlitið. Ég varð bara brjáluð úr reiði. Ég varð ekki hrædd – eða ég fann allavega ekki fyrir því. Ég sparkaði í manninn og hitti hann á milli fótanna,“ rifjar Svanhvít upp í samtali við Vísi og heldur áfram: „Ég sparkaði bara eins og tryllt manneskja – það var ekkert meiningin að hitta hann þarna. Þetta voru bara viðbrögð í einhverjum tryllingi.“Lögreglan rannsakar málið Lögregla var kölluð á vettvang sama kvöld. Málið er enn í rannsókn og komu lögreglumenn til Svanhvítar í gær til þess að spyrja hana fleiri spurninga. „Þeir voru að vonast til þess að ég mundi eftir einhverju meiru en ég gat sagt þeim fyrir viku síðan. En ég gat eiginlega ekki sagt þeim neitt meira. Eina sem ég veit er að hann er hávaxinn, grannur og rétthentur. Ég veit ekki hvort þetta sé útlendingur eða Íslendingur, hann sagði ekki orð. Hann bara gekk eitt skref inn í íbúðina og kýldi mig með krepptum hnefa. Eina skiptið sem ég heyrði eitthvað í honum var eftir að ég sparkaði í hann. Þá gaf hann frá sér einhver hljóð og hljóp á brott.“ Hún segist ekki hafa heyrt neitt meira um hver þetta hafi hugsanlega verið. „Ég veit bara ekki neitt meira um þetta nema að mig grunar að vesalingurinn hafi nú ekki verið allsgáður.“Enn má sjá áverka á andliti Svanhvítar.Vísir/StefánEkki opna fyrir hverjum sem er „Ég vona bara að þetta verði einhverjum öðrum víti til varnaðar. Ég vona bara að fólk læsi hurðum sínum og opni ekki fyrir hverjum sem er. Maður þarf að hafa varann á,“ segir Svanhvít. Svanhvít er að jafna sig eftir árásina, henni var vitanlega brugðið. „Fyrstu viðbrögðin voru eiginlega bara undrun. Ég veit ekki hvernig ég ætti að lýsa því öðruvísi. Svo fór ég að gera mér betur grein fyrir þessu og á miðvikudeginum var ég orðin svolítið döpur.“ Hún segir friðhelgi heimilis síns hafa verið rofna þetta mánudagskvöld. „Mér finnst þetta bara einum of gróft. Að banka bara upp á og ráðast á mann. Ég veit ekki hvað manninum gekk til.“ Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn lögreglu.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent