Lífið

Lionsklúbburinn Njörður færði Grensásdeild veglega gjöf

Myndir/Daníel Rúnarsson.
„Þetta er alltaf kærkomið," sagði Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild Landspítalans, sem tók á dögunum við rúmlega fjórum milljónum króna frá Lionsklúbbnum Nirði.  Klúbburinn hefur á síðustu árum gefið deildinni meira en þrjátíu milljónir króna, sem hafa verið notaðar til að kaupa tækjabúnað, húsgögn og annað sem deildin þarf á að halda. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar gjöfin var formlega afhent. Eins og sjá má var gleðin við völd.
„Við erum alltaf í því að bæta búnað og endurnýja. Þetta slitnar mikið," segir Stefán.   Hann segir það hafa verið skemmtilega stund þegar gjöfin var afhent, því karlakórinn Fjallabræður mætti til að syngja og skemmtikrafturinn Sveppi söng auk þess tvö lög með kórnum.

Að sögn Guðlaugs Guðmundssonar, formanns Njarðar, voru peningarnir ágóði af málverkauppboði sem klúbburinn efndi til í janúar á þessu ári.    „Síðan voru Fjallabræður að efna áheit um að koma þarna fram ef einhver vildi gefa fé til deildarinnar," segir Guðlaugur.



Það var fasteignasalan Stakfell sem varð við þeirri áskorun með því að gefa hálfa milljón.  Loks sáu Ísfell hf. og Hraðfrystihús Hellissands til þess að Sveppi kom að syngja með því að gefa deildinni 50 þúsund krónur hvort.

Lionsklúbburinn Njörður

Þorlákur Ómar Einarsson faðmar hér Stefán Yngvason yfirlækni sem tók við þessari veglegu gjöf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.