Hvorki tvöföldun við Straumsvík né í Ölfusi á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2014 19:15 Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira