Fótbolti

Guðmunda framlengdi við Selfoss

Guðmunda Brynja Óladóttir.
Guðmunda Brynja Óladóttir.
Landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir er ekki á förum frá Selfossi enda búin að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Nýi samningurinn er til tveggja ára. Þrír aðrir leikmenn liðsins -  Bergrós Ásgeirsdóttir, Esther Ýr Óskarsdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir - skrifuðu einnig undir samning við félagið í dag.

Guðmunda Brynja var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna síðasta sumar en hún skoraði þá ellefu mörk fyrir Selfoss.

Í kjölfarið var hún valin í A-landsliðið þar sem hún er búin að festa sig í sessi í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×