Erna Friðriksdóttir er í níunda sæti eftir fyrri ferðina í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi.
Erna kom í mark í fyrri ferðinni á 1:33,41 mínútum og var nokkuð vel á eftir eftir forystusauðnum Önnu Schaffelhuber frá Þýskalandi.
Okkar kona náði reyndar tíunda besta tímanum upphaflega en Schaffelhuber var síðar dæmd úr leik og er Erna því með níunda besta tímann af þeim níu sem renna sér í seinni ferðinni.
Erna í níunda sæti eftir fyrri ferðina
