Fótbolti

Rússar vilja ekki sjá Bandaríkjamenn á HM

Rússneskir þingmenn vilja ekki sjá Aron Jóhannsson á HM.
Rússneskir þingmenn vilja ekki sjá Aron Jóhannsson á HM. vísir/afp
Tveir rússneskir þingmenn hafa skrifað Alþjóðknattspyrnusambandinu, FIFA, bréf þar sem sambandið er hvatt til þess að sparka Bandaríkjunum úr HM í sumar.

Þingmennirnir segja að aðgerðir Bandaríkjanna í Júgóslavíu, Írak og Libýu séu ástæðan fyrir því að þeir fara fram á þetta bann.

Í raun eru þingmennirnir frá Rússlandi aðeins að svara tveim þingmönnum frá Bandaríkjunum sem höfðu hvatt FIFA til þess að meina Rússum þáttöku á HM.

"Þetta er auga fyrir auga, bolti fyrir bolta. Ekki leyfa Bandaríkjunum að spila á HM," skrifaði Aleksandr Sidyakin á Twitter.

FIFA neitar að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×