Fótbolti

Upprisa Rangers heldur áfram | Komið upp í B-deild

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Áfram gakk. Rangers verður í næst efstu deild á næsta tímabili.
Áfram gakk. Rangers verður í næst efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Celtic í Skotlandi eru eflaust farnir að fá í magann yfir skjótum uppgangi erkifjendanna í Rangers sem tryggðu sér sæti í B-deildinni í gærkvöldi.

Rangers var fellt niður í fjórðu deild, D-deild, vegna fjárhagsörðugleika fyrir tveimur árum. Liðið vann D-deildina örugglega á síðasta tímabili og er nú komið upp í B-deild.

Rangers tryggði sér sætið með 3-0 sigri á Airdrieonians en liðið er með 80 stig á toppi C-deildarinnar eftir 26 sigra og tvö jafntefli í 28 leikjum. Það er enn ósigrað og 26 stigum á undan næsta liði þegar átta umferðir eru eftir.

„Leikmennirnir verðskulda mikið lof og það gera stuðningsmennirnri einnig,“ sagði AllyMcCoist, knattspyrnustjóri Rangers, við BBC eftir leikinn.

Það var alltaf vitað að Rangers væri allt of stórt fyrir neðri deildirnar á Skotlandi. Liðið vann D-deildina með algjörum yfirburðum í fyrra. Það vann þá 25 leiki, gerði átta jafntefli og tapaði þremur leikjum. Rangers hlaut 83 stig og var 24 stigum á undan næsta liðið.

Rangers þarf aðeins fjögur stig til viðbótar til að gera betur í C-deildinni og má fastlega búast við því í toppbaráttunni í B-deildinni næsta vetur. Upprisan er svo sannarlega vel á veg komin eftir þetta sögulega fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×