Patriots samdi við Revis | Ekki minnkar rígurinn við Jets Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 15:30 Darrelle Revis er farinn til New England. Vísir/Getty New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira