Már vill flýta athugun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. mars 2014 20:21 Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. Már hefur farið fram á að athugun á hans hlut í málinu verði flýtt. Hann ítrekar að ásakanirnar séu ekki á rökum reistar en vill þó lítið segja til um hver standi á bakvið þær, forvitnir verði að bíða eftir ævisögunni. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, boðaði til blaðamannafundar í húsakynnum Seðlabanka Íslands í dag eftir að hafa setið fund bankaráðs. Í yfirlýsingu sem Már las gaf hann til kynna að bankaráð ætli að rannsaka málið sem tekur til um sjö milljóna króna, þar af fjórar milljónir vegna lögfræðistofu seðlabankastjóra, sem bankinn greiddi vegna málskostnaðar í máli sem Már höfðaði gegn bankanum á árunum tvö þúsund og tíu til tvö þúsund og þrettán. Már fór í mál við Seðlabankann eftir að kjararáð lækkaði laun hans. Taldi hann að ráðinu væri ekki heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir að hann var skipaður í embætti. Már segir af og frá að hann hafi brotið af sér í málinu og fór fram á í dag að bankaráð flýti athugun á hans hlut í málinu. „Ég held að það sé alveg óhjákvæmilegt, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað, að það fari fram vönduð athugun af hálfu aðila sem nýtur traust,“ segir Már. Seðlabanki hefur falið Ríkisendurskoðun að skoða málið. Líklegt er að athugunin taki eina og hálfa viku eða fyrir birtingu ársskýrslu seðlabankans. Sp.blm. Heldurðu að þú og þar með bankinn hafi beðið álitshnekki vegna þessa máls? „Það fer eftir því hver niðurstaðan verður. Það er náttúrulega verið að setja á flot allskonar ásakanir og gefa í skyn allskonar hluti. Það er líka verið að ala á bæði ómálefnalegum sjónarmiðum ásamt því að verið að reyna að fá almenningsálitið af stað.“ „En það sem skiptir máli er það hvort að ég hafi gert rangt — sem ég held ekki — og það þarf að fást skýrt.“ Már segir það vera mjög auðvelt að mynda æsing gegn seðlabanka og því þurfi vettvang til að skera úr um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Sp.blm. Hefurðu einhverja hugmynd um hver stendur á bakvið þennan æsing? „Það skiptir svo sem engu máli. Ég hef allskonar hugmyndir um það en eigum við ekki að bíða eftir ævisögunni,“ segir Már að lokum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. Már hefur farið fram á að athugun á hans hlut í málinu verði flýtt. Hann ítrekar að ásakanirnar séu ekki á rökum reistar en vill þó lítið segja til um hver standi á bakvið þær, forvitnir verði að bíða eftir ævisögunni. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, boðaði til blaðamannafundar í húsakynnum Seðlabanka Íslands í dag eftir að hafa setið fund bankaráðs. Í yfirlýsingu sem Már las gaf hann til kynna að bankaráð ætli að rannsaka málið sem tekur til um sjö milljóna króna, þar af fjórar milljónir vegna lögfræðistofu seðlabankastjóra, sem bankinn greiddi vegna málskostnaðar í máli sem Már höfðaði gegn bankanum á árunum tvö þúsund og tíu til tvö þúsund og þrettán. Már fór í mál við Seðlabankann eftir að kjararáð lækkaði laun hans. Taldi hann að ráðinu væri ekki heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir að hann var skipaður í embætti. Már segir af og frá að hann hafi brotið af sér í málinu og fór fram á í dag að bankaráð flýti athugun á hans hlut í málinu. „Ég held að það sé alveg óhjákvæmilegt, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað, að það fari fram vönduð athugun af hálfu aðila sem nýtur traust,“ segir Már. Seðlabanki hefur falið Ríkisendurskoðun að skoða málið. Líklegt er að athugunin taki eina og hálfa viku eða fyrir birtingu ársskýrslu seðlabankans. Sp.blm. Heldurðu að þú og þar með bankinn hafi beðið álitshnekki vegna þessa máls? „Það fer eftir því hver niðurstaðan verður. Það er náttúrulega verið að setja á flot allskonar ásakanir og gefa í skyn allskonar hluti. Það er líka verið að ala á bæði ómálefnalegum sjónarmiðum ásamt því að verið að reyna að fá almenningsálitið af stað.“ „En það sem skiptir máli er það hvort að ég hafi gert rangt — sem ég held ekki — og það þarf að fást skýrt.“ Már segir það vera mjög auðvelt að mynda æsing gegn seðlabanka og því þurfi vettvang til að skera úr um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Sp.blm. Hefurðu einhverja hugmynd um hver stendur á bakvið þennan æsing? „Það skiptir svo sem engu máli. Ég hef allskonar hugmyndir um það en eigum við ekki að bíða eftir ævisögunni,“ segir Már að lokum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira