14 mars 1997 varð Takeshi Suzuki fyrir vörubíl og í kjölfarið þurfti að taka af honum báðar fæturna. Sautján árum síðar tryggði hann sér Ólympíugull þegar hann vann keppni í sitjandi svigi á leikunum í Sotsjí.
„Mér líður eins og örlögin hafi tekið í taumana. Það var alltaf draumur minn að vinna eitthvað á þessum degi," sagði Suzuki sem er 25 ára gamall og var því aðeins 9 ára þegar hann lenti í slysinu.
Takeshi Suzuki er frá Fukushima-svæðinu sem þar sem kjarnorkuslysið varð fyrir þremur árum eftir gríðarstóran jarðskjálfta og flóðbylgju sem kostuðu 18 þúsund manns lífið.
„Núna get ég sýnt fólkinu í Fukushima gullmedalíu mína," sagði Takeshi Suzuki og tileinskaði sigur sinn fórnarlömbum náttúruhamfaranna 11. mars 2011.
Hann vann brons í þessari grein á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Vancouver 2010 en sú keppni fór fram 17. mars.



