Árni Páll fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina í ræðu sinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2014 13:56 Árna Páls Árnasonar, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi í Víkingasal Hótels Natura. „Við komum nú saman undir kjörorðinu „sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll í upphafi ræðu sinnar. Formaðurinn talaði um að Ísland ætti stórkostleg tækifæri. „Við eigum öflugar útflutningsgreinar, sterka samfélagsgerð og okkur tókst að varðveita grundvöll velferðar og félagslegs réttlætis í hafróti efnahagshruns. Til að nýta tækifærin þarf ríkisstjórn sem opnar útflutningi okkar nýja markaði, býr þeim fyrirtækjum sem borga há laun góð almenn starfsskilyrði og tryggir jafnræði atvinnugreina með gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum,“ sagði Árni og einblíndi á að nauðsynlegt væri að hafa ríkisstjórn sem tryggir öllum frelsi frá ótta um eigin afkomu og færi til að finna kröftum viðnám.Ekki frjálslynd ríkisstjórn „Það er löngu sannað að ríkisstjórnin sem nú situr gerir ekkert af þessu. Þetta er ekki frjálslynd ríkisstjórn. Hún mismunar atvinnugreinum og vinnur gegn atvinnufrelsi. Hún endurnýtir eldgamlar íslenskar sérlausnir, til að tryggja vildarvinum forgang fram yfir aðra. Hún er ráðlaus um afnám hafta. Hún hyglar þeim sem ríkastir eru og leggur auknar álögur á allt millitekju- og lágtekjufólk. Atvinnustefnan: Ríkisrekin áburðarverksmiðja til að blása ungu fólki í brjóst tiltrú á framtíðina.“ Árni Páll talaði um að með núverandi ríkisstjórn við völd værum við að stefna hraðbyri í vítahring gengislækkana, verðbólgu, vaxtahækkana, kauphækkana, gengislækkana og verðbólgu. „Framganga ríkisstjórnarinnar allt frá upphafi hefur falið í sér skýra og meðvitaða viðleitni til að draga úr gildi þess sem sagt er, rýra mátt samræðunnar. Þeir flokka okkur í hópa – vini og óvini, þá sem segja satt og þá sem ljúga – föðurlandsvini og föðurlandssvikara. Allir sem spyrja út í áform ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fá til dæmis að heyra að þeir séu handbendi erlendra kröfuhafa. Þeir gagnrýna fréttamenn fyrir spurningar, efast um heiðarlegan ásetning þeirra og segja sig sjálfa fórnarlömb „herferða“ fjölmiðla.“Fráleidd hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins Árni Páll hélt áfram að gagnrýna starfshætti ríkisstjórnarinnar. „Síðasta tilraun þeirra til útúrsnúninga er sú fráleita hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin kjósi um hvort tillaga utanríkisráðherrans taki gildi eða ekki. Er manninum alvara? Það yrði atkvæðagreiðsla um að velja á milli þess að halda ekki áfram og að hætta. Hvar er valkosturinn um að halda áfram, sem forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði fyrir kosningar að yrði á borðinu?“ Formaðurinn sagði því næst að öflug stjórnarandstaða hefði komið í veg fyrir að tillagan fengi þá hraðmeðferð í gegnum þingið sem lagt var upp með. Það hefði verið ómetanlegt að hafa einhuga, dugmikinn þingflokk þeirri baráttu. „Nú þurfum við að vanda vel næstu skref, því ríkisstjórnin er í öngstræti með málið og enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins treystir sér lengur til að tala fyrir því. Hvað einkennir viðbrögð norrænna þjóða við erfiðum vandamálum? Jú, norræna leiðin er að finna færar leiðir til að takast á við öll vandamál. Kostir eru greindir og ólík öfl fá tækifæri til setja fram sjónarmið og skýra hagsmuni og leitað er sameiginlegrar niðurstöðu sem hámarkar hag allra.“ Árni Páll sagði að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri of stór til að hún væri látin liggja ótímabundið og ekkert gert á meðan. „Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Við höfum valið forystufólk okkar á framboðslista um allt land og kynnum þann glæsta hóp til leiks hér í dag. Við mætum til þeirra kosninga full tilhlökkunar. Við setjum fram skýra stefnu og stöndum við það sem við lofum. Við erum flokkur lausna. Við höfum skýrari tillögur til lausna á alvarlegum húsnæðisvanda en nokkurt annað stjórnmálaafl, til að tryggja nýrri kynslóð leiðir til öruggs húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Við höfum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum tekist á við gríðarlegan vanda, stillt útgjöld að tekjum, forðast álögur á meðaltekjufólk og varið velferðarþjónustu. Við bjóðum aðferð hins félagslega lýðræðis til að leiða ólík öfl að farsælli niðurstöðu með almannahagsmuni að leiðarljósi. Við erum tilbúin til að sækja fram, í þjóðar þágu.“ Hér að neðan má lesa ræðu Árna Páls í heild sinni. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi í Víkingasal Hótels Natura. „Við komum nú saman undir kjörorðinu „sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll í upphafi ræðu sinnar. Formaðurinn talaði um að Ísland ætti stórkostleg tækifæri. „Við eigum öflugar útflutningsgreinar, sterka samfélagsgerð og okkur tókst að varðveita grundvöll velferðar og félagslegs réttlætis í hafróti efnahagshruns. Til að nýta tækifærin þarf ríkisstjórn sem opnar útflutningi okkar nýja markaði, býr þeim fyrirtækjum sem borga há laun góð almenn starfsskilyrði og tryggir jafnræði atvinnugreina með gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum,“ sagði Árni og einblíndi á að nauðsynlegt væri að hafa ríkisstjórn sem tryggir öllum frelsi frá ótta um eigin afkomu og færi til að finna kröftum viðnám.Ekki frjálslynd ríkisstjórn „Það er löngu sannað að ríkisstjórnin sem nú situr gerir ekkert af þessu. Þetta er ekki frjálslynd ríkisstjórn. Hún mismunar atvinnugreinum og vinnur gegn atvinnufrelsi. Hún endurnýtir eldgamlar íslenskar sérlausnir, til að tryggja vildarvinum forgang fram yfir aðra. Hún er ráðlaus um afnám hafta. Hún hyglar þeim sem ríkastir eru og leggur auknar álögur á allt millitekju- og lágtekjufólk. Atvinnustefnan: Ríkisrekin áburðarverksmiðja til að blása ungu fólki í brjóst tiltrú á framtíðina.“ Árni Páll talaði um að með núverandi ríkisstjórn við völd værum við að stefna hraðbyri í vítahring gengislækkana, verðbólgu, vaxtahækkana, kauphækkana, gengislækkana og verðbólgu. „Framganga ríkisstjórnarinnar allt frá upphafi hefur falið í sér skýra og meðvitaða viðleitni til að draga úr gildi þess sem sagt er, rýra mátt samræðunnar. Þeir flokka okkur í hópa – vini og óvini, þá sem segja satt og þá sem ljúga – föðurlandsvini og föðurlandssvikara. Allir sem spyrja út í áform ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fá til dæmis að heyra að þeir séu handbendi erlendra kröfuhafa. Þeir gagnrýna fréttamenn fyrir spurningar, efast um heiðarlegan ásetning þeirra og segja sig sjálfa fórnarlömb „herferða“ fjölmiðla.“Fráleidd hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins Árni Páll hélt áfram að gagnrýna starfshætti ríkisstjórnarinnar. „Síðasta tilraun þeirra til útúrsnúninga er sú fráleita hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin kjósi um hvort tillaga utanríkisráðherrans taki gildi eða ekki. Er manninum alvara? Það yrði atkvæðagreiðsla um að velja á milli þess að halda ekki áfram og að hætta. Hvar er valkosturinn um að halda áfram, sem forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði fyrir kosningar að yrði á borðinu?“ Formaðurinn sagði því næst að öflug stjórnarandstaða hefði komið í veg fyrir að tillagan fengi þá hraðmeðferð í gegnum þingið sem lagt var upp með. Það hefði verið ómetanlegt að hafa einhuga, dugmikinn þingflokk þeirri baráttu. „Nú þurfum við að vanda vel næstu skref, því ríkisstjórnin er í öngstræti með málið og enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins treystir sér lengur til að tala fyrir því. Hvað einkennir viðbrögð norrænna þjóða við erfiðum vandamálum? Jú, norræna leiðin er að finna færar leiðir til að takast á við öll vandamál. Kostir eru greindir og ólík öfl fá tækifæri til setja fram sjónarmið og skýra hagsmuni og leitað er sameiginlegrar niðurstöðu sem hámarkar hag allra.“ Árni Páll sagði að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri of stór til að hún væri látin liggja ótímabundið og ekkert gert á meðan. „Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Við höfum valið forystufólk okkar á framboðslista um allt land og kynnum þann glæsta hóp til leiks hér í dag. Við mætum til þeirra kosninga full tilhlökkunar. Við setjum fram skýra stefnu og stöndum við það sem við lofum. Við erum flokkur lausna. Við höfum skýrari tillögur til lausna á alvarlegum húsnæðisvanda en nokkurt annað stjórnmálaafl, til að tryggja nýrri kynslóð leiðir til öruggs húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Við höfum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum tekist á við gríðarlegan vanda, stillt útgjöld að tekjum, forðast álögur á meðaltekjufólk og varið velferðarþjónustu. Við bjóðum aðferð hins félagslega lýðræðis til að leiða ólík öfl að farsælli niðurstöðu með almannahagsmuni að leiðarljósi. Við erum tilbúin til að sækja fram, í þjóðar þágu.“ Hér að neðan má lesa ræðu Árna Páls í heild sinni.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira