Árni Páll fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina í ræðu sinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2014 13:56 Árna Páls Árnasonar, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi í Víkingasal Hótels Natura. „Við komum nú saman undir kjörorðinu „sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll í upphafi ræðu sinnar. Formaðurinn talaði um að Ísland ætti stórkostleg tækifæri. „Við eigum öflugar útflutningsgreinar, sterka samfélagsgerð og okkur tókst að varðveita grundvöll velferðar og félagslegs réttlætis í hafróti efnahagshruns. Til að nýta tækifærin þarf ríkisstjórn sem opnar útflutningi okkar nýja markaði, býr þeim fyrirtækjum sem borga há laun góð almenn starfsskilyrði og tryggir jafnræði atvinnugreina með gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum,“ sagði Árni og einblíndi á að nauðsynlegt væri að hafa ríkisstjórn sem tryggir öllum frelsi frá ótta um eigin afkomu og færi til að finna kröftum viðnám.Ekki frjálslynd ríkisstjórn „Það er löngu sannað að ríkisstjórnin sem nú situr gerir ekkert af þessu. Þetta er ekki frjálslynd ríkisstjórn. Hún mismunar atvinnugreinum og vinnur gegn atvinnufrelsi. Hún endurnýtir eldgamlar íslenskar sérlausnir, til að tryggja vildarvinum forgang fram yfir aðra. Hún er ráðlaus um afnám hafta. Hún hyglar þeim sem ríkastir eru og leggur auknar álögur á allt millitekju- og lágtekjufólk. Atvinnustefnan: Ríkisrekin áburðarverksmiðja til að blása ungu fólki í brjóst tiltrú á framtíðina.“ Árni Páll talaði um að með núverandi ríkisstjórn við völd værum við að stefna hraðbyri í vítahring gengislækkana, verðbólgu, vaxtahækkana, kauphækkana, gengislækkana og verðbólgu. „Framganga ríkisstjórnarinnar allt frá upphafi hefur falið í sér skýra og meðvitaða viðleitni til að draga úr gildi þess sem sagt er, rýra mátt samræðunnar. Þeir flokka okkur í hópa – vini og óvini, þá sem segja satt og þá sem ljúga – föðurlandsvini og föðurlandssvikara. Allir sem spyrja út í áform ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fá til dæmis að heyra að þeir séu handbendi erlendra kröfuhafa. Þeir gagnrýna fréttamenn fyrir spurningar, efast um heiðarlegan ásetning þeirra og segja sig sjálfa fórnarlömb „herferða“ fjölmiðla.“Fráleidd hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins Árni Páll hélt áfram að gagnrýna starfshætti ríkisstjórnarinnar. „Síðasta tilraun þeirra til útúrsnúninga er sú fráleita hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin kjósi um hvort tillaga utanríkisráðherrans taki gildi eða ekki. Er manninum alvara? Það yrði atkvæðagreiðsla um að velja á milli þess að halda ekki áfram og að hætta. Hvar er valkosturinn um að halda áfram, sem forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði fyrir kosningar að yrði á borðinu?“ Formaðurinn sagði því næst að öflug stjórnarandstaða hefði komið í veg fyrir að tillagan fengi þá hraðmeðferð í gegnum þingið sem lagt var upp með. Það hefði verið ómetanlegt að hafa einhuga, dugmikinn þingflokk þeirri baráttu. „Nú þurfum við að vanda vel næstu skref, því ríkisstjórnin er í öngstræti með málið og enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins treystir sér lengur til að tala fyrir því. Hvað einkennir viðbrögð norrænna þjóða við erfiðum vandamálum? Jú, norræna leiðin er að finna færar leiðir til að takast á við öll vandamál. Kostir eru greindir og ólík öfl fá tækifæri til setja fram sjónarmið og skýra hagsmuni og leitað er sameiginlegrar niðurstöðu sem hámarkar hag allra.“ Árni Páll sagði að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri of stór til að hún væri látin liggja ótímabundið og ekkert gert á meðan. „Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Við höfum valið forystufólk okkar á framboðslista um allt land og kynnum þann glæsta hóp til leiks hér í dag. Við mætum til þeirra kosninga full tilhlökkunar. Við setjum fram skýra stefnu og stöndum við það sem við lofum. Við erum flokkur lausna. Við höfum skýrari tillögur til lausna á alvarlegum húsnæðisvanda en nokkurt annað stjórnmálaafl, til að tryggja nýrri kynslóð leiðir til öruggs húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Við höfum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum tekist á við gríðarlegan vanda, stillt útgjöld að tekjum, forðast álögur á meðaltekjufólk og varið velferðarþjónustu. Við bjóðum aðferð hins félagslega lýðræðis til að leiða ólík öfl að farsælli niðurstöðu með almannahagsmuni að leiðarljósi. Við erum tilbúin til að sækja fram, í þjóðar þágu.“ Hér að neðan má lesa ræðu Árna Páls í heild sinni. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag setningarræðu á flokksstjórnarfundi í Víkingasal Hótels Natura. „Við komum nú saman undir kjörorðinu „sókn í þágu þjóðar“. Það minnir okkur á tvennt: Að kyrrstaða þýðir ósigur á okkar tímum og að það ræður úrslitum hvort sótt er í þágu þjóðar eða sérhagsmuna,“ sagði Árni Páll í upphafi ræðu sinnar. Formaðurinn talaði um að Ísland ætti stórkostleg tækifæri. „Við eigum öflugar útflutningsgreinar, sterka samfélagsgerð og okkur tókst að varðveita grundvöll velferðar og félagslegs réttlætis í hafróti efnahagshruns. Til að nýta tækifærin þarf ríkisstjórn sem opnar útflutningi okkar nýja markaði, býr þeim fyrirtækjum sem borga há laun góð almenn starfsskilyrði og tryggir jafnræði atvinnugreina með gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum,“ sagði Árni og einblíndi á að nauðsynlegt væri að hafa ríkisstjórn sem tryggir öllum frelsi frá ótta um eigin afkomu og færi til að finna kröftum viðnám.Ekki frjálslynd ríkisstjórn „Það er löngu sannað að ríkisstjórnin sem nú situr gerir ekkert af þessu. Þetta er ekki frjálslynd ríkisstjórn. Hún mismunar atvinnugreinum og vinnur gegn atvinnufrelsi. Hún endurnýtir eldgamlar íslenskar sérlausnir, til að tryggja vildarvinum forgang fram yfir aðra. Hún er ráðlaus um afnám hafta. Hún hyglar þeim sem ríkastir eru og leggur auknar álögur á allt millitekju- og lágtekjufólk. Atvinnustefnan: Ríkisrekin áburðarverksmiðja til að blása ungu fólki í brjóst tiltrú á framtíðina.“ Árni Páll talaði um að með núverandi ríkisstjórn við völd værum við að stefna hraðbyri í vítahring gengislækkana, verðbólgu, vaxtahækkana, kauphækkana, gengislækkana og verðbólgu. „Framganga ríkisstjórnarinnar allt frá upphafi hefur falið í sér skýra og meðvitaða viðleitni til að draga úr gildi þess sem sagt er, rýra mátt samræðunnar. Þeir flokka okkur í hópa – vini og óvini, þá sem segja satt og þá sem ljúga – föðurlandsvini og föðurlandssvikara. Allir sem spyrja út í áform ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fá til dæmis að heyra að þeir séu handbendi erlendra kröfuhafa. Þeir gagnrýna fréttamenn fyrir spurningar, efast um heiðarlegan ásetning þeirra og segja sig sjálfa fórnarlömb „herferða“ fjölmiðla.“Fráleidd hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins Árni Páll hélt áfram að gagnrýna starfshætti ríkisstjórnarinnar. „Síðasta tilraun þeirra til útúrsnúninga er sú fráleita hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin kjósi um hvort tillaga utanríkisráðherrans taki gildi eða ekki. Er manninum alvara? Það yrði atkvæðagreiðsla um að velja á milli þess að halda ekki áfram og að hætta. Hvar er valkosturinn um að halda áfram, sem forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði fyrir kosningar að yrði á borðinu?“ Formaðurinn sagði því næst að öflug stjórnarandstaða hefði komið í veg fyrir að tillagan fengi þá hraðmeðferð í gegnum þingið sem lagt var upp með. Það hefði verið ómetanlegt að hafa einhuga, dugmikinn þingflokk þeirri baráttu. „Nú þurfum við að vanda vel næstu skref, því ríkisstjórnin er í öngstræti með málið og enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins treystir sér lengur til að tala fyrir því. Hvað einkennir viðbrögð norrænna þjóða við erfiðum vandamálum? Jú, norræna leiðin er að finna færar leiðir til að takast á við öll vandamál. Kostir eru greindir og ólík öfl fá tækifæri til setja fram sjónarmið og skýra hagsmuni og leitað er sameiginlegrar niðurstöðu sem hámarkar hag allra.“ Árni Páll sagði að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri of stór til að hún væri látin liggja ótímabundið og ekkert gert á meðan. „Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Við höfum valið forystufólk okkar á framboðslista um allt land og kynnum þann glæsta hóp til leiks hér í dag. Við mætum til þeirra kosninga full tilhlökkunar. Við setjum fram skýra stefnu og stöndum við það sem við lofum. Við erum flokkur lausna. Við höfum skýrari tillögur til lausna á alvarlegum húsnæðisvanda en nokkurt annað stjórnmálaafl, til að tryggja nýrri kynslóð leiðir til öruggs húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. Við höfum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum tekist á við gríðarlegan vanda, stillt útgjöld að tekjum, forðast álögur á meðaltekjufólk og varið velferðarþjónustu. Við bjóðum aðferð hins félagslega lýðræðis til að leiða ólík öfl að farsælli niðurstöðu með almannahagsmuni að leiðarljósi. Við erum tilbúin til að sækja fram, í þjóðar þágu.“ Hér að neðan má lesa ræðu Árna Páls í heild sinni.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira