Sport

Erna hafnaði í níunda sæti í stórsviginu

Erna á ferðinni í morgun.
Erna á ferðinni í morgun. mynd/íf
Erna Friðriksdóttir varð aftur í níunda sæti á vetrarleikunum í Sotsjí en hún tók þátt í stórsvigi sitjandi í dag.

Í sviginu á miðvikudag varð Erna önnur og hún endurtók þann leik í dag. Hún var með níunda besta tímann eftir fyrri ferðina og hélt því sæti. Tólf keppendur voru í stórsviginu.

Þýska stúlkan Anna Schaffelhuber fékk gullverðlaunin á samanlögðum tíma 2:51,26 mínútum. Claudia Lösch frá Austurríki fékk silfrið á 2:55,91 mínútum en Erna kom í mark á samanlagt 3:31,19 mínútum.

Íslendingarnir hafa þar með lokið keppni á ÓL í Sotsjí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.