Segja að bæjarstjórinn í Hafnafirði hafi neitað bæjarfulltrúum um gögn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2014 16:36 Hafnarfjörður. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna endurfjármögnunar í bæjarfélaginu. Þar kemur fram að bæjarstjórinn í Hafnafirði, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, hafi neitað bæjarfulltrúum um gögn og sjálfstæðismönnum haldið fyrir utan endurfjármögnunarvinnu. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hafa ekki fengið afhent gögn er varða tilboð Íslandsbanka í endurfjármögnun á 13 miljarða skuldum bæjarins, þrátt fyrir skýlausan rétt þeirra og ítrekaðar óskir þar um. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að ætlast sé til að málið verði afgreitt á næsta bæjarstjórnarfundi, þ.e. innan fárra daga.“ Í fréttatilkynningunni kemur fram að það hvíli krafa á öllum fulltrúum bæjarbúa um að standa eins faglega að verki við endurfjármögnunina og hægt er. „Því er nauðsynlegt að bæjarfulltrúar fái í hendur gögn um alla þætti málsins; til hvaða lánastofnana var leitað, hvaða önnur tilboð voru uppi á borðum osfrv? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa engar upplýsingar haft um endurfjármögnunarferlið þar til þeim var munnlega kynnt niðurstaða þess á fundi í bæjarráði sl. fimmtudag.“ „Lánið hjá Depfa er á gjalddaga í lok árs 2015 og því eðlilegt að endurfjármögnun fái þá faglegu umræðu og rýni sem svo stórvægilegt mál kallar eftir. Og ekki verður litið framhjá því að sporin hræða en þegar núverandi bæjarstjórnarmeirihluti samdi síðast við Depfa árið 2011 hvíldi mikil leynd yfir samningnum og mikið lá á að bjarga pólitísku andliti fulltrúa meirihlutans. Nú lítur út fyrir að sú leyndarhyggja sé enn við lýði.“ Sjálfstæðismenn í Hafnafirði segja enn fremur að á undanförnum mánuðum hafi aðstæður í þjóðfélaginu og hjá innlendum fjármálastofnunum loks tekið að batna svo að hægt sé að breyta erlendu láni upp á milljarða króna í íslenskt, enda væru tekjur sveitarfélagsins allar í íslenskum krónum. „Þessari breyttu stöðu ber að fagna, en bæjaryfirvöld verða að standa vörð um hagsmun bæjarbúa sem verður gert að standa undir greiðslum endurfjármögnunarinnar. Kvaðir í væntanlegum samningi, sem lýst var á fundi bæjarráðs, um að ná skuldahlutfallinu mjög hratt niður á næstu árum eru afar íþyngjandi og vaxtabyrði eykst.“ Sjálfstæðismenn tala um í fréttatilkynningunni að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar sé þung og framlenging láns breyti ekki þeirri staðreynd að bæjarfélagið væri enn í skuldafjötrum. „Þetta tiltekna lán, sem nú er verið að framlengja, og það viðbótarlán sem er verið að taka, til að fjármagna skammtímaskuldir, er dapur minnisvarði um slæma fjármálastjórn vinstri manna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Skuldir bæjarfélagsins nema nú um 40 milljörðum króna eða um 1.600 þúsund krónum á hvern íbúa. Og þeim er velt hér áfram til hafnfirskra heimila og fyrirtækja.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna endurfjármögnunar í bæjarfélaginu. Þar kemur fram að bæjarstjórinn í Hafnafirði, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, hafi neitað bæjarfulltrúum um gögn og sjálfstæðismönnum haldið fyrir utan endurfjármögnunarvinnu. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hafa ekki fengið afhent gögn er varða tilboð Íslandsbanka í endurfjármögnun á 13 miljarða skuldum bæjarins, þrátt fyrir skýlausan rétt þeirra og ítrekaðar óskir þar um. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að ætlast sé til að málið verði afgreitt á næsta bæjarstjórnarfundi, þ.e. innan fárra daga.“ Í fréttatilkynningunni kemur fram að það hvíli krafa á öllum fulltrúum bæjarbúa um að standa eins faglega að verki við endurfjármögnunina og hægt er. „Því er nauðsynlegt að bæjarfulltrúar fái í hendur gögn um alla þætti málsins; til hvaða lánastofnana var leitað, hvaða önnur tilboð voru uppi á borðum osfrv? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa engar upplýsingar haft um endurfjármögnunarferlið þar til þeim var munnlega kynnt niðurstaða þess á fundi í bæjarráði sl. fimmtudag.“ „Lánið hjá Depfa er á gjalddaga í lok árs 2015 og því eðlilegt að endurfjármögnun fái þá faglegu umræðu og rýni sem svo stórvægilegt mál kallar eftir. Og ekki verður litið framhjá því að sporin hræða en þegar núverandi bæjarstjórnarmeirihluti samdi síðast við Depfa árið 2011 hvíldi mikil leynd yfir samningnum og mikið lá á að bjarga pólitísku andliti fulltrúa meirihlutans. Nú lítur út fyrir að sú leyndarhyggja sé enn við lýði.“ Sjálfstæðismenn í Hafnafirði segja enn fremur að á undanförnum mánuðum hafi aðstæður í þjóðfélaginu og hjá innlendum fjármálastofnunum loks tekið að batna svo að hægt sé að breyta erlendu láni upp á milljarða króna í íslenskt, enda væru tekjur sveitarfélagsins allar í íslenskum krónum. „Þessari breyttu stöðu ber að fagna, en bæjaryfirvöld verða að standa vörð um hagsmun bæjarbúa sem verður gert að standa undir greiðslum endurfjármögnunarinnar. Kvaðir í væntanlegum samningi, sem lýst var á fundi bæjarráðs, um að ná skuldahlutfallinu mjög hratt niður á næstu árum eru afar íþyngjandi og vaxtabyrði eykst.“ Sjálfstæðismenn tala um í fréttatilkynningunni að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar sé þung og framlenging láns breyti ekki þeirri staðreynd að bæjarfélagið væri enn í skuldafjötrum. „Þetta tiltekna lán, sem nú er verið að framlengja, og það viðbótarlán sem er verið að taka, til að fjármagna skammtímaskuldir, er dapur minnisvarði um slæma fjármálastjórn vinstri manna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Skuldir bæjarfélagsins nema nú um 40 milljörðum króna eða um 1.600 þúsund krónum á hvern íbúa. Og þeim er velt hér áfram til hafnfirskra heimila og fyrirtækja.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira