Defoe skoraði tvö í frumrauninni í MLS | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 17:15 Jermaine Defoe skorar fyrsta markið sitt í MLS-deildinni. Vísir/AP Enski framherjinn Jermaine Defoe sem spilar með kanadíska liðinu Toronto FC í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu fer vel af stað með sínu nýja liði. Toronto spilaði ekki í fyrstu umferð deildarinnar sem hófst fyrir rúmri viku og biðu allir fullir eftirvæntingar eftir leik Toronto og Seattle Sounders á laugardaginn. Liðin eru bæði mjög vel mönnuð og líkleg til árangurs í sumar en Clint Dempsey, fyrrverandi leikmaður Fulham, og Nígeríumaðurinn ObafemiMartins, fyrrverandi leikmaður Inter og Newcastle, er á mála hjá Seattle. Toronto-menn eyddu miklum peningum í liðið sitt á undirbúningstímabilinu og fengu meðal annars bandaríska landsliðsmanninn MichaelBradley frá Roma á Ítalíu og brasilíska landsliðsmarkvörðinn JulioCésar frá QPR. Svo átti liðið stærstu félagaskipti vetrarins þegar það fékk Jermaine Defoe frá Tottenham en hann er 14. markahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar með 124 mörk. Defoe sveik engan í frumraun sinni en hann skoraði strax eftir 16 mínútur þegar hann fékk sendingu frá Jonathan Osorio í gegnum vörn Seattle og kláraði færið sitt vel. Aðeins sjö mínútum síðar áttu Seattle-menn slæma sendingu til baka sem Defoe hirti og skoraði með föstu skoti frá vítateigslínunni. Eitthvað sem hann hefur gert mörgum sinnum áður. Hér að neðan má sjá fyrstu mörk Defoe í MLS-deildinni og aðrar svipmyndir úr leiknum en hann yfirgaf Tottenham í von um að fá meira að spila því hann vill komast með Englandi á HM í Brasilíu í sumar. Fótbolti Tengdar fréttir Defoe vill fara á HM með Englandi Framherjinn spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en segir það ekki minnka möguleika sína á að komast á stærsta mót heims. 7. mars 2014 23:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Enski framherjinn Jermaine Defoe sem spilar með kanadíska liðinu Toronto FC í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu fer vel af stað með sínu nýja liði. Toronto spilaði ekki í fyrstu umferð deildarinnar sem hófst fyrir rúmri viku og biðu allir fullir eftirvæntingar eftir leik Toronto og Seattle Sounders á laugardaginn. Liðin eru bæði mjög vel mönnuð og líkleg til árangurs í sumar en Clint Dempsey, fyrrverandi leikmaður Fulham, og Nígeríumaðurinn ObafemiMartins, fyrrverandi leikmaður Inter og Newcastle, er á mála hjá Seattle. Toronto-menn eyddu miklum peningum í liðið sitt á undirbúningstímabilinu og fengu meðal annars bandaríska landsliðsmanninn MichaelBradley frá Roma á Ítalíu og brasilíska landsliðsmarkvörðinn JulioCésar frá QPR. Svo átti liðið stærstu félagaskipti vetrarins þegar það fékk Jermaine Defoe frá Tottenham en hann er 14. markahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar með 124 mörk. Defoe sveik engan í frumraun sinni en hann skoraði strax eftir 16 mínútur þegar hann fékk sendingu frá Jonathan Osorio í gegnum vörn Seattle og kláraði færið sitt vel. Aðeins sjö mínútum síðar áttu Seattle-menn slæma sendingu til baka sem Defoe hirti og skoraði með föstu skoti frá vítateigslínunni. Eitthvað sem hann hefur gert mörgum sinnum áður. Hér að neðan má sjá fyrstu mörk Defoe í MLS-deildinni og aðrar svipmyndir úr leiknum en hann yfirgaf Tottenham í von um að fá meira að spila því hann vill komast með Englandi á HM í Brasilíu í sumar.
Fótbolti Tengdar fréttir Defoe vill fara á HM með Englandi Framherjinn spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en segir það ekki minnka möguleika sína á að komast á stærsta mót heims. 7. mars 2014 23:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Defoe vill fara á HM með Englandi Framherjinn spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en segir það ekki minnka möguleika sína á að komast á stærsta mót heims. 7. mars 2014 23:00