Innlent

Mótmæli skyggja á hátíðahöld í New York

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd frá skrúðgöngunni fyrr í dag.
Mynd frá skrúðgöngunni fyrr í dag. Vísir/AFP
Fjölmenn mótmæli skyggðu á skrúðgöngu í New York í dag, á degi heilags Patreks. Ástæðan er sú stefna skipuleggjenda að leyfa ekki samkynhneigðum að taka þátt í göngunni með skilti eða borða.

Skrúðgangan í New York er gríðarvinsæl ár hvert en að jafnaði mæta um milljón manns að fylgjast með henni. Andað hefur þó köldu í áraraðir milli skipuleggjenda göngunnar, sem eru fyrst og fremst kaþólikkar, og samtökum samkynhneigðra í borginni. Í ár sauð svo endanlega upp úr. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, tilkynnti í síðasta mánuði að hann hyggðist ekki taka þátt í göngunni að þessu sinni og styrktaraðilarnir Guinness, Heineken og Boston Beer Company hafa allir dregið til baka stuðning sinn við gönguna.

BBC greinir frá því að Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hafi heimsótt de Blasio fyrr í dag og tekið þátt í göngunni. Hann sagði hátíðarhöldin snúast um írskt þjóðerni og ekki kynhneigð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×