Innlent

Fundað vegna kennaradeilu klukkan tíu

Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara.
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. VÍSIR/STEFÁN
Sáttafundur í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins hefst klukkan tíu fyrir hádegi, eftir að hlé var gert á fundahöldum klukkan sex í gærkvöldi.

Deilendur vilja ekki tjá sig um einstök atriði, en mikið mun enn bera í milli. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara segir í viðtali við Fréttablaðið að hún sjái enga ástæðu til bjartsýni um að verkfallið sé að deilan sé að leysast.

Verkfallsnefnd kennara ætlar að heimsækja skóla í dag og ganga úr skugga um að hvergi séu verkfallsbrot við höfð.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×