Innlent

Baráttan fyrir jöfnum launum

54 ár eru síðan lög voru samþykkt á alþingi um „launajöfnuð kvenna og karla“, en skv. þeim áttu m.a. laun verkakvenna að hækka til jafns við laun karla í sömu störfum.

Síðan þá hafa ótal nefndir verið stofnaðar og áætlanir settar til að útrýma kynbundnum launamun, með árangri en þó hefur ekki tekist á þessari hálfu öld að uppræta muninn að fullu.

Svo eitthvað dæmi sé tekið, þá var leiðréttur launamunur kynjanna 11,4% hjá BSRB í byrjun árs 2013 en konur voru að jafnaði með 27% lægri heildarlaun.

Lóa Pind Aldísardóttir rýnir í hvaða leiðir séu færar til að setja kraft í þessi mál og ræðir við fólk hjá tveimur fyrirtækjum sem hafa fengið Jafnlaunavottun VR, formann VR og fræðikonur í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×