„Ég nenni ekki lengur að bíða eftir hæstvirtum forsætisráðherra" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2014 14:10 Guðmundur nennir ekki að bíða lengur. Katrínu þykir framkoma forsætisráðherra ekki boðleg. Sigmundur Davíð er staddur erlendis. Vísir/GVA/Daníel „Ég nenni ekki lengur að bíða eftir hæstvirtum forsætisráðherra, að hann komi hingað og tali við mig um afnám gjaldeyrishafta og fer fram á að hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, geri það frekar,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í ræðustól á Alþingi rétt í þessu. Guðmundur sagði frá því að hann hafi lagt inn beiðni um sérstakar viðræður við forsætisráðherra fyrir sjö vikum síðan og engin viðbrögð fengið. Sigmundur er ekki staddur á Alþingi í dag, en samkvæmt heimildum Vísis er hann staddur erlendis í einkaerindum. „Ég hef haft beiðni fyrirliggjandi um sérstaka umræðu við hæstvirtan forsætisráðherra síðan 27. Janúar um að koma hingað og ræða við okkur þingmenn um afnám gjaldeyrishafta og samninga við erlenda kröfuhafa, sem er málefni sem hæstvirtur forsætisráðherra ræddi töluvert og af mikilli ákefð í kosningabaráttunni síðustu. Þessari beiðni hefur semsagt ekkert verið sinnt. Það er mjög óvenjulegt,“ sagði Guðmundur. Þetta er ekki eina beiðni Guðmundar um fundi með forsætisráðherra: „Þar áður var ég með beiðni fyrirliggjandi í marga mánuði um stöðu fullveldisins, sérstaklega í ljósi EES samningsins og ýmissa álitamála tengd stjórnarskránni. Þeirri beiðni var ekkert sinnt. Og hæstvirtur forsætisráðherra hefur mætt í eina sérstaka umræðu á kjörtímabilinu.“„Er þetta boðleg framkoma?“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á þessari framkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Er þetta boðlega framkoma, virðulegi forseti, gagnvart Alþingi? Ég vil bara fá svör um það því þetta gengur ekki lengur,“ sagði Katrín og bætti við: „Ég hlýt að spyrja hæstvirtan forseta hvort að Alþingi ætli að láta bjóða sér það að formaður Framsóknarflokksins, svokallaður verkstjóri ríkisstjórnarinnar, hæstvirtur forsætisráðherra, sem líka er háttvirtur þingmaður og hefur ákveðnum skyldum að gegna hér á Alþingi. Ætlar Alþingi að láta bjóða sér það að hann mæti hér ekki til þess að svara háttvirtum þingmönnum þegar þeir koma fram með fullkomlega gildar beiðnir og óska eftir að eiga orðastað við leiðtoga ríkisstjórnarinnar um brýn mál? Er það svo að háttvirtir þingmenn þurfi að gera eins og Guðmundur Steingrímsson gerir og beina orðum sínum til annara ráðherra.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
„Ég nenni ekki lengur að bíða eftir hæstvirtum forsætisráðherra, að hann komi hingað og tali við mig um afnám gjaldeyrishafta og fer fram á að hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, geri það frekar,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í ræðustól á Alþingi rétt í þessu. Guðmundur sagði frá því að hann hafi lagt inn beiðni um sérstakar viðræður við forsætisráðherra fyrir sjö vikum síðan og engin viðbrögð fengið. Sigmundur er ekki staddur á Alþingi í dag, en samkvæmt heimildum Vísis er hann staddur erlendis í einkaerindum. „Ég hef haft beiðni fyrirliggjandi um sérstaka umræðu við hæstvirtan forsætisráðherra síðan 27. Janúar um að koma hingað og ræða við okkur þingmenn um afnám gjaldeyrishafta og samninga við erlenda kröfuhafa, sem er málefni sem hæstvirtur forsætisráðherra ræddi töluvert og af mikilli ákefð í kosningabaráttunni síðustu. Þessari beiðni hefur semsagt ekkert verið sinnt. Það er mjög óvenjulegt,“ sagði Guðmundur. Þetta er ekki eina beiðni Guðmundar um fundi með forsætisráðherra: „Þar áður var ég með beiðni fyrirliggjandi í marga mánuði um stöðu fullveldisins, sérstaklega í ljósi EES samningsins og ýmissa álitamála tengd stjórnarskránni. Þeirri beiðni var ekkert sinnt. Og hæstvirtur forsætisráðherra hefur mætt í eina sérstaka umræðu á kjörtímabilinu.“„Er þetta boðleg framkoma?“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á þessari framkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Er þetta boðlega framkoma, virðulegi forseti, gagnvart Alþingi? Ég vil bara fá svör um það því þetta gengur ekki lengur,“ sagði Katrín og bætti við: „Ég hlýt að spyrja hæstvirtan forseta hvort að Alþingi ætli að láta bjóða sér það að formaður Framsóknarflokksins, svokallaður verkstjóri ríkisstjórnarinnar, hæstvirtur forsætisráðherra, sem líka er háttvirtur þingmaður og hefur ákveðnum skyldum að gegna hér á Alþingi. Ætlar Alþingi að láta bjóða sér það að hann mæti hér ekki til þess að svara háttvirtum þingmönnum þegar þeir koma fram með fullkomlega gildar beiðnir og óska eftir að eiga orðastað við leiðtoga ríkisstjórnarinnar um brýn mál? Er það svo að háttvirtir þingmenn þurfi að gera eins og Guðmundur Steingrímsson gerir og beina orðum sínum til annara ráðherra.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira