Innlent

„Algjörlega afleit staða“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. vísir/stefán
Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn útvarpsstjóri RÚV, telur nauðsynlegt að Ríkisútvarpið flytji sig um set vegna kostnaðar á húsnæðinu. Húsið sé dýrt og lánin há á húsinu og segir hann það stóra ástæðu þess að fjármál Ríkisútvarpsins séu eins og þau eru í dag, en gert er ráð fyrir 357 milljón króna tapi á yfirstandandi rekstarári.

„Húsnæðið hentar ekki fyllilega út frá því hvernig það er nýtt og hvernig starfsemin er í dag, en út frá fjármálum fyrirtækisins er þetta algjörlega afleit staða,“ sagði Magnús í viðtali í Kastljósi.

Hann segir starfsemi RÚV allt aðra en áður var og húsið því allt of stórt miðað við starfsemina sem nú er.

Magnús líkir húsnæðinu við spennitreyju og ekki sé hægt að framleiða íslenskt gæðaefni vegna þessa.

„Ég vonast til að ef okkur tekst að vinda ofan af þessu, finna farsæla lausn á húsnæðismálunum, þá komumst við út úr þessari spennitreyju.“

Þá vonast hann til að með þessari uppstokkun og þessum breytingum þá muni takast að nýta fjármuni betur og meira fari í innhald og minna í umbúðir.

Öllum framkvæmdastjórum Rúv var sagt upp í dag. Aðspurður hvenær stöður þeirra yrðu auglýstar sagði Magnús Geir vonast til þess að það yrði um helgina.


Tengdar fréttir

Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV

„Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins.

Magnús Geir ætlar sér að standast pólitískan þrýsting

Í viðtali við nýjan útvarpsstjóra kemur fram að hann ætlar að snúa taprekstri Ríkisútvarpsins við, hann vill losna við Útvarpshúsið úr rekstrinum og telur að stofnunin hafi mátt sitja undir gagnrýni sem er alveg út í hött.

Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV

Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×