Innlent

Fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis um helgina

Samúel Karl Ólason skrifar
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri er haldin um helgina í samvinnu við verslunina Vesturröst. Sýningin er haldin í húsnæði Veiðisafnsins á Stokkseyri. Félagsmenn frá Skotfélaginu Ósmann á Sauðárkróki verða á staðnum.

Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a úr einkasöfnum frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.

Ósmann mun kynna starfsemi sína og sýna úrval af byssum frá sínum félagsmönnum. Á safninu geta áhugasamir kynnt sér veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. Veiðisýningin hefur verið haldin árlega í áratug hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×