Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar töpuðu dýrmætum stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason í leik með Zulte-Waregem.
Ólafur Ingi Skúlason í leik með Zulte-Waregem. Vísir/Getty
Zulte-Waregem náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og er að gefa eftir í toppbaráttunni.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann á miðjunni hjá Zulte-Waregem sem komst tvisvar yfir á fyrstu 23 mínútum leiksins.

Zulte-Waregem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur gefið mikið eftir í toppslagnum eftir að hafa verið í harðri baráttu um toppsætið í lok janúar.

Zulte-Waregem er í 4. sæti deildarinnar með 48 stig en liðið er nú komið fimmtán stigum á eftir toppliði Standard Liege og þá eru þrjú stig upp í Anderlecht í þriðja sætinu. Anderlecht á auk þess leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×