Innlent

Ölvaður ökumaður olli tjóni í Árbæ í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tveir voru færðir á slysadeild eftir áreksturinn.
Tveir voru færðir á slysadeild eftir áreksturinn.
Mikið gekk á hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Allir fangaklefar á Hverfisgötu voru í notkun í nótt og að auki svaf einn ölvunarsvefni í fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði.

Rétt upp úr kl. 23:00 í gærnótt varð umferðarslys í Hraunbæ þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.

Þar átti í hlut ölvaður ökumaður sem ók í visturátt og missti stjórn á bifreið sinni sem fór veg fyrir bifreið sem ekið var í austurátt. Sú bifreið hafnaði á þeirri þriðju sem var kyrrstæð

Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Ísing var á veginum „og var bifreið tjónvaldans ekki búin til vetraraksturs,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að svo stöddu er ekki vitað um meiðsl ökumanna sem voru einir í bifreiðum sínum.

Lögreglan þurfti að kalla til hreinsifyrirtæki til að þrífa vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×