Fótbolti

Hefði verið fyrirliði ef ég væri hvítur

Sol í landsleik.
Sol í landsleik. vísir/gettu
Sol Campbell, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, varpar fram sprengju í nýrri bók sem verið er að birta kafla úr í Sunday Times.

Þar segir Campbell að hann hefði verið fyrirliði enska landsliðsins í rúm tíu ár ef hann væri hvítur. Campbell var lengi í enska landsliðinu en á þeim tíma sem hann var í liðinu þá var David Beckham eða Michael Owen fyrirliði.

"Owen var frábær framherji en ekki nálægt því að vera einhver fyrirliði. Þetta var neyðarlegt. Ég spurði sjálfan mig í sífellu hvað ég hefði eiginlega gert," segir Campbell í bókinni.

"Ég spurði mig að því af hverju ég væri ekki fyrirliði. Ég fékk alltaf sama svarið og það var hörundslitur minn."

Svíinn Sven Göran Eriksson var lengi vel þjálfari enska landsliðsins er Campbell spilaði með liðinu. Hann segist aldrei hafa verið undir einhverri pressu frá enska knattspyrnusambandinu varðandi fyrirliðabandið.

"Það kom aldrei fyrir. Ég valdi Beckham fyrirliða og málefni fyrirliða voru aldrei rædd er ég var þjálfari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×