Einfættur Elvis væntanlegur á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 15:40 Jósef Ólafsson, Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi, er hvergi nærri af baki dottinn þó af sé annar fóturinn. Einar Guðnason/Stefán Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira