Einfættur Elvis væntanlegur á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 15:40 Jósef Ólafsson, Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi, er hvergi nærri af baki dottinn þó af sé annar fóturinn. Einar Guðnason/Stefán Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira