Einfættur Elvis væntanlegur á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 15:40 Jósef Ólafsson, Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi, er hvergi nærri af baki dottinn þó af sé annar fóturinn. Einar Guðnason/Stefán Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“ Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira