Innlent

Þingmanni barst líflátshótun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/AÐSEND
Haraldur Benediktsson, fyrrum formaður Bændasamtakanna og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Búnaðarþingi á sunnudag að honum hefði borist líflátshótun í tengslum við störf sín hjá Bændasamtökunum. Hótunin barst honum í gegnum síma árið 2011.

Þetta sagði Haraldur á fyrsta degi Búnaðarþings í almennum umræðum þar sem hann talar um hversu hatrömm barátta geti orðið.

Haraldur kærði málið til ríkislögreglustjóra en hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið við fjölmiðla.

Búnaðarþingið hófst á laugardag í Hörpu með ávarpi Sindra Sigurgeirssonar, formanni Bændasamtakanna og Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðarráðherra. Þinghaldið var síðan flutt á Hótel Sögu og lýkur því í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×