Fótbolti

Cole og Shaw munu slást um HM-sætið

Cole er búinn að spila 106 landsleiki en Shaw á enn eftir að spila landsleik.
Cole er búinn að spila 106 landsleiki en Shaw á enn eftir að spila landsleik. vísir/getty
Það verður slagur á milli Ashley Cole og Luke Shaw um hvor fari með enska landsliðinu á HM sem varamaður fyrir Leighton Baines.

Baines mun ekki spila með enska landsliðinu gegn Dönum í kvöld. Enskir fjölmiðlar túlka það sem svo að landsliðsþjálfarinn, Roy Hodgson, þurfi ekkert að skoða hann og ætli að leyfa varamönnum hans að spreyta sig.

Hodgson mun fara með 23 leikmenn á HM og þar af aðeins tvo vinstri bakverði. Það er því aðeins pláss fyrir annað hvort Cole eða Shaw.

"Þetta er rétti leikurinn til að skoða annað hvort Luke eða Ashley. Ég skoða þá kannski báða í leiknum. Ég þarf ekkert að skoða Leighton," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×