Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. mars 2014 22:16 mynd/Óskar P. Friðriksson Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Þetta kemur fram á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að með fundinum hafi verið ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Ísland hefur tekið þátt í viðræðum strandríkja um skiptingu makrílstofnsins síðan árið 2010. Ekki hefur tekist á þessum árum að ná samkomulagi um stjórnun og skiptingu veiðanna milli strandríkjanna sem eru auk Íslands - Noregur, Færeyjar og ESB. „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráðgjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sínum,“ segir Sigurður Ingi. Í haust lá fyrir samkomulag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deiluna. Um það segir Sigurður Ingi: „Grunnur þess samkomulags byggðist á sjálfbærum veiðum og tiltekinni hlutdeild Íslands. Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf.“ Farið verður yfir stöðuna á næstu dögum og undirbúin ákvörðun um heildarafla íslenskra skipa í makríl á komandi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn makrílveiða fyrir 2014 er nú lokið“ segir Sigurður Ingi, „við munum áfram leitast við að stuðla að lausn sem byggir á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hluta allra strandríkjanna.“ Ráðherrann hvetur enn fremur strandríki til að sýna ábyrgð þegar komi að ákvörðun um veiðar á makríl í ár. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Þetta kemur fram á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að með fundinum hafi verið ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Ísland hefur tekið þátt í viðræðum strandríkja um skiptingu makrílstofnsins síðan árið 2010. Ekki hefur tekist á þessum árum að ná samkomulagi um stjórnun og skiptingu veiðanna milli strandríkjanna sem eru auk Íslands - Noregur, Færeyjar og ESB. „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráðgjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sínum,“ segir Sigurður Ingi. Í haust lá fyrir samkomulag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deiluna. Um það segir Sigurður Ingi: „Grunnur þess samkomulags byggðist á sjálfbærum veiðum og tiltekinni hlutdeild Íslands. Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf.“ Farið verður yfir stöðuna á næstu dögum og undirbúin ákvörðun um heildarafla íslenskra skipa í makríl á komandi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn makrílveiða fyrir 2014 er nú lokið“ segir Sigurður Ingi, „við munum áfram leitast við að stuðla að lausn sem byggir á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hluta allra strandríkjanna.“ Ráðherrann hvetur enn fremur strandríki til að sýna ábyrgð þegar komi að ákvörðun um veiðar á makríl í ár.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira