Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. mars 2014 22:16 mynd/Óskar P. Friðriksson Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Þetta kemur fram á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að með fundinum hafi verið ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Ísland hefur tekið þátt í viðræðum strandríkja um skiptingu makrílstofnsins síðan árið 2010. Ekki hefur tekist á þessum árum að ná samkomulagi um stjórnun og skiptingu veiðanna milli strandríkjanna sem eru auk Íslands - Noregur, Færeyjar og ESB. „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráðgjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sínum,“ segir Sigurður Ingi. Í haust lá fyrir samkomulag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deiluna. Um það segir Sigurður Ingi: „Grunnur þess samkomulags byggðist á sjálfbærum veiðum og tiltekinni hlutdeild Íslands. Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf.“ Farið verður yfir stöðuna á næstu dögum og undirbúin ákvörðun um heildarafla íslenskra skipa í makríl á komandi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn makrílveiða fyrir 2014 er nú lokið“ segir Sigurður Ingi, „við munum áfram leitast við að stuðla að lausn sem byggir á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hluta allra strandríkjanna.“ Ráðherrann hvetur enn fremur strandríki til að sýna ábyrgð þegar komi að ákvörðun um veiðar á makríl í ár. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Þetta kemur fram á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að með fundinum hafi verið ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Ísland hefur tekið þátt í viðræðum strandríkja um skiptingu makrílstofnsins síðan árið 2010. Ekki hefur tekist á þessum árum að ná samkomulagi um stjórnun og skiptingu veiðanna milli strandríkjanna sem eru auk Íslands - Noregur, Færeyjar og ESB. „Það er mikil synd að ekki hafi tekist að ljúka samningi, tækifærið var svo sannarlega til staðar eftir mun hærri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar innan marka ráðgjafar án þess að nokkurt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sínum,“ segir Sigurður Ingi. Í haust lá fyrir samkomulag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deiluna. Um það segir Sigurður Ingi: „Grunnur þess samkomulags byggðist á sjálfbærum veiðum og tiltekinni hlutdeild Íslands. Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf.“ Farið verður yfir stöðuna á næstu dögum og undirbúin ákvörðun um heildarafla íslenskra skipa í makríl á komandi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn makrílveiða fyrir 2014 er nú lokið“ segir Sigurður Ingi, „við munum áfram leitast við að stuðla að lausn sem byggir á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hluta allra strandríkjanna.“ Ráðherrann hvetur enn fremur strandríki til að sýna ábyrgð þegar komi að ákvörðun um veiðar á makríl í ár.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira