Fótbolti

Enska liðinu veitir ekki af gæfu á HM

Hodgson áhyggjufullur á hliðarlínunni í gær.
Hodgson áhyggjufullur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, var ekki hrifinn af enska landsliðinu í gær og hann hefur enga trú á enska liðinu á HM í sumar.

"Megi gæfan vera með ykkur á HM. Ekki veitir af," sagði Olsen beittur eftir 1-0 tap gegn enska liðinu.

"England er með ungt og hratt lið. Það lofar góðu fyrir framtíðina en mun það duga til á HM? Ég held að við hefðum unnið þennan leik ef Christian Eriksen hefði spilað með okkur."

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var allt annað en sáttur við þessi ummæli kollega síns.

"Mér er alveg sama hvað hann hefur að segja. Öll lið þurfa á gæfu að halda. Við þurftum ekki á henni að halda í þessum leik. Það er alveg klárt," sagði Hodgson pirraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×