Fótbolti

Baulað á Özil og þýska landsliðið

Özil í leiknum í gær.
Özil í leiknum í gær. vísir/getty
Stuðningsmenn þýska landsliðsins gera kröfur til síns liðs og sætta sig alls ekki við neina meðalmennsku.

Þýskalandi lagði Síle í gær, 1-0, með marki frá Mario Götze. Þrátt fyrir það var baulað á þýska liðið í leikslok.

Mesta baulið fékk Mesut Özil er honum var skipt af velli rétt fyrir leikslok. Hann fann sig ekki frekar en í síðustu leikjum með Arsenal.

Þjóðverjarnir spiluðu alls ekki sinn besta leik og voru ekkert að reyna leyna því.

"Við vorum heppnir að vinna leikinn. Ég skil vel að fólk hafi baulað á okkur," sagði Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins.

"Fólk er að greiða mikinn pening til þess að sjá okkur spila. Það er ljóst að okkar bíður mikil vinna fyrir HM. Það er enn tími þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×