Fótbolti

Agger afsakar tæklinguna á Wilshere

Agger og Wilshere í leiknum í vikunni.
Agger og Wilshere í leiknum í vikunni. vísir/getty
Daninn Daniel Agger, leikmaður Liverpool, er ekki vinsælasti maðurinn í Englandi eftir að hann fótbraut enska landsliðsmanninn, Jack Wilshere hjá Arsenal, í vináttuleik þjóðanna í vikunni.

Agger fór í mjög skrautlega tæklingu og fór með takkana í ristina á Wilshere. Hann harkaði þó af sér og lék í 50 mínútur í viðbót.

Eftir leikinn kom síðan í ljós að bein hefði brotnað. Wilshere verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna og er það mikið áfall fyrir Arsenal sem og enska landsliðið sem er á leið á HM.

"Þetta var "50-50" tækling. Maður verður að fara í svona bolta," sagði Agger. "Ég var að reyna að ná boltanum og ég held ég hafi náð honum."

Enska knattspyrnusambandið mun greiða laun Wilshere á meðan hann er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×