Fótbolti

Mourinho: Varane er besti varnarmaður heims

Raphael Varane.
Raphael Varane. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, setti Frakkann unga, Raphael Varane, í lið sitt hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og drengurinn blómstraði þar.

Hann vakti verðskuldaða athygli fyrir frábæran leik og hann fær mikið hrós frá sínum gamla þjálfara.

"Varane er besti varnarmaður heims. Hann er enn ungur en mér finnst hann samt vera bestur," sagði Mouringi um hinn tvítuga Varane.

Mourinho segir að hann sé einn af ungu mönnunum sem muni slá í gegn á HM í sumar.

"Það þarf að fylgjast með Eden Hazard, Neymar og Varane á þessu móti."

Varane hefur aðeins spilað sex leiki í vetur vegna meiðsla en er kominn aftur og ætti að komast í franska liðið fyrir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×