Uppfært klukkan 09:45:
Karlmaðurinn, ökumaður bílsins, er sá sem er á gjörgæsludeildinni. Maðurinn er með alvarlega áverka samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans.
Konan sem var farþegi í bifreiðinni hlaut ekki eins alvarlega áverka.
---
Karl á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri lentu í alvarlegu bílslysi á Sæbraut skammt frá Snorrabraut rétt fyrir klukkan 3 í nótt. Annað þeirra er á gjörgæsludeild með alvarlega áverka.
Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við aksturinn, en bíllinn endaði á kyrrstæðri gröfu. Bíllinn er að sögn ónýtur.
Á gjörgæslu eftir alvarlegt bílslys á Sæbraut
Jóhannes Stefánsson skrifar
