Sport

Heimamenn fengu flest verðlaun á Ólympíuleikunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rússneska bobsleðaliðið í fjórmenningi fékk síðasta gull heimamanna.
Rússneska bobsleðaliðið í fjórmenningi fékk síðasta gull heimamanna. Vísir/Getty
Heimamenn frá Rússlandi geta verið sáttir við sinn hlut á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí en þeir unnu til flestra verðlauna og fengu einnig flest gullverðlaun.

Rússar urðu langefstir á verðlaunatöflunni, ekki síst vegna þeirra fjögurra verðlauna (tvenn gull, eitt silfur og eitt brons) sem þeir unnu í dag en lokadagurinn var heimamönnum góður. Dæmi um það má sjá hér og hér.

Rússland fékk flest gull (13) og flest silfur (11) og í heildina 33 verðlaun af þeim 295 sem í boði voru. Norðmenn fengu næstflest gull og eru því í öðru sæti í töflunni en næstflest heildarverðlaun fengu Bandaríkjamenn eða 28 talsins.

Hvíta-Rússland kom kannski hvað mest á óvart í Sotsjí en Hvít-Rússar fimmfölduðu gullverðlaun sín með því að vinna fimm gull í Sotsjí. Við það bættu þeir svo einu bronsi.

Verðlaunataflan í Sotsjí:

Land - gull - silfur - brons = heildarfjöldi

1. Rússland - 13 - 11 - 9 = 33

2. Noregur - 11 - 5 - 10 = 26

3. Kanada - 10 - 10 - 5 = 25

4. Bandaríkin - 9 - 7 - 12 = 28

5. Holland - 8 - 7 - 9 = 24

6. Þýskaland - 8 - 6 - 5 = 19

7. Sviss - 6 - 3 - 2 = 11

8. H-Rússland - 5 - 0 - 1 = 6

9. Austurríki - 4 - 8 - 5 = 17

10. Frakkland - 4 - 4 - 7 = 15

15. Svíþjóð - 2 - 7 - 6 = 15

Allan listann má sjá hér.

Raðað er eftir fjölda gullverðlauna. Þess vegna er Hvíta-Rússland svo ofarlega þrátt fyrir aðeins sex heildarverðlaun. 

Norðmenn sópuðu að sér verðlaunum.Vísir/Getty
Kanada vann síðasta gullið í Sotsjí.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×