„Ég veit að höftin eru hindrun" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 13:12 Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að "kíkja í pakkann“. Vísir/GVA „Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki. Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
„Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki.
Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36
Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41
Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06