„Ég veit að höftin eru hindrun" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 13:12 Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að "kíkja í pakkann“. Vísir/GVA „Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki. Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki.
Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36
Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41
Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06