Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 11:41 Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra Evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldu á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að pólitískur ómöguleiki sé í stöðunni í evrópumálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar kosið að láta undan mestu harðlínumönnum í flokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir flokkinn að standa að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sjálfstæðir evrópumenn minna hins vegar á kosningaloforð formanns flokksins. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra segir engan pólitískan ómöguleika í stöðunni. „Í fyrsta lagi var náttúrlega alveg ljóst þegar loforðið var gefið að þessar aðstæður voru fyrir hendi. En það sem skiptir mestu máli í stöðunni eins og hún er í dag er að fundur Sjálfstæðra evrópumanna á föstudaginn var beindi tveimur erindum til þingflokks Sjálfstæðismanna,“ segir Þorsteinn. Annars vegar að endanlegri ákvörðunartöku stjórnvalda yrði frestað þar til skýrsla Alþjóðastofnunar Háskólans lægi fyrir og hins vegar að ef ríkisstjórnin ætlaði að slíta viðræðunum við Evrópusambandið yrði gildistaka þeirrar ákvörðunar háð niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Og það liggur alveg fyrir að hér er um enn eina málamiðlun af okkar hálfu að ræða. Því fari svo að þjóðin felli tillöguna leggst ekki nein athafnaskylda á ríkisstjórnina,“ segir Þorsteinn. Slík niðurstaða myndi aðeins koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gæti slitið viðræðunum. „En hún getur látið umsóknina liggja á ís og það er þess vegna algerlega út í hött að pólitískur ómöguleiki komi upp verði sú tillaga felld í þjóðaratkvæði,“ segir Þorsteinn Það bendi margt til að Bjarni hafi ekki lesið þessa málamiðlunartillögu sjálfstæðra evrópusinna, eda var hún ekki tekin fyrir á þingflokksfundi.Lýsir það að þínu mati forherðingu eða hörku í málinu? „Það er auðvitað ljóst að þessi tillaga um viðræðuslit er borin fram að kröfu mestu harðlínumanna í málinu,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tillaga sjálfstæðra evrópusinna setji enga athafnaskyldu á ríkisstjórnina varðandi viðræður. „Ég held að þegar um mál af þessu tagi er að ræða þar sem eru afar skiptar skoðanir sé afar óhyggilegt að láta þrengstu harðlínusjónarmið ráða för. Það sé skynsamlegra að hlusta á þá sem vilja einhverjar málamiðlanir og millileiðir,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að pólitískur ómöguleiki sé í stöðunni í evrópumálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar kosið að láta undan mestu harðlínumönnum í flokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir flokkinn að standa að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sjálfstæðir evrópumenn minna hins vegar á kosningaloforð formanns flokksins. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra segir engan pólitískan ómöguleika í stöðunni. „Í fyrsta lagi var náttúrlega alveg ljóst þegar loforðið var gefið að þessar aðstæður voru fyrir hendi. En það sem skiptir mestu máli í stöðunni eins og hún er í dag er að fundur Sjálfstæðra evrópumanna á föstudaginn var beindi tveimur erindum til þingflokks Sjálfstæðismanna,“ segir Þorsteinn. Annars vegar að endanlegri ákvörðunartöku stjórnvalda yrði frestað þar til skýrsla Alþjóðastofnunar Háskólans lægi fyrir og hins vegar að ef ríkisstjórnin ætlaði að slíta viðræðunum við Evrópusambandið yrði gildistaka þeirrar ákvörðunar háð niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Og það liggur alveg fyrir að hér er um enn eina málamiðlun af okkar hálfu að ræða. Því fari svo að þjóðin felli tillöguna leggst ekki nein athafnaskylda á ríkisstjórnina,“ segir Þorsteinn. Slík niðurstaða myndi aðeins koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gæti slitið viðræðunum. „En hún getur látið umsóknina liggja á ís og það er þess vegna algerlega út í hött að pólitískur ómöguleiki komi upp verði sú tillaga felld í þjóðaratkvæði,“ segir Þorsteinn Það bendi margt til að Bjarni hafi ekki lesið þessa málamiðlunartillögu sjálfstæðra evrópusinna, eda var hún ekki tekin fyrir á þingflokksfundi.Lýsir það að þínu mati forherðingu eða hörku í málinu? „Það er auðvitað ljóst að þessi tillaga um viðræðuslit er borin fram að kröfu mestu harðlínumanna í málinu,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tillaga sjálfstæðra evrópusinna setji enga athafnaskyldu á ríkisstjórnina varðandi viðræður. „Ég held að þegar um mál af þessu tagi er að ræða þar sem eru afar skiptar skoðanir sé afar óhyggilegt að láta þrengstu harðlínusjónarmið ráða för. Það sé skynsamlegra að hlusta á þá sem vilja einhverjar málamiðlanir og millileiðir,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira