„Ég veit að höftin eru hindrun" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 13:12 Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að "kíkja í pakkann“. Vísir/GVA „Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki. Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
„Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll sem lauk rétt í þessu og fjallaði um Evrópumál. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og rökstuddi ákvörðun sína að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Bjarni ítrekaði orð sín sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, því báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta áratuginn. Hann sagðist fagna allri umræðu um Evrópumál, en taldi þingið ekki eiga að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert samning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlutlaus stofnun. Bjarni sagði að flestir væru Evrópusinnar með þeim fyrirvara að góður samningur næðist, nema Össur Skarphéðinsson sem væri „síðasti móhíkaninn“ í þeim efnum. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu“ ef þær forsendur skyldu skapast að meirihluti væri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Bjarni ítrekaði að hann taldi mikinn mun vera á aðildarviðræðum og aðild í sambandið. Hann gaf lítið fyrir þær skoðanir að hægt væri að „kíkja í pakkann“. Bjarni sagði að stefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks væri að lækka skatta og að reka ríkissjóð hallalaust. Bjarni var spurður af einum fundargesti hvaða kosningaloforð flokkurinn ætlaði að svíkja næst, en svaraði því ekki.
Tengdar fréttir Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36 Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41 Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. 25. febrúar 2014 10:36
Þrengstu harðlínusjónarmið ráða för Þorsteinn Pálsson segir málamiðlunartillögu Sjálfstæðra evrópusinna ekki setja neina athafnaskyldi á ríkisstjórnina. Sjónarmið mestu harðlínumanna innan flokksins ráði hins vegar för. 25. febrúar 2014 11:41
Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06