Fótbolti

Beckham: Zlatan enn sá besti sem ég hef spilað með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David Beckham hefur miklar mætur á Svíanum Zlatan Ibrahimovic og telur hann meðal þriggja bestu leikmanna heims í dag.

Þeir voru samherjar hjá PSG í fyrra en Beckham lagði skóna á hilluna í lok síðasta tímabils, þá sem franskur meistari.

Beckham spilaði með mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum og telur að Svíinn sé með einstaka hæfileika. „Hann er einn af þremu bestu leikmönnum heims í dag,“ var haft eftir Beckham í L'Equipe.

„Það var ótrúlegt að vera með honum í liði. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með. Hann er án nokkurs vafa einn sá besti í heiminum.“

Ibrahimovic hefur verið öflugur með PSG í vetur og skorað 37 mörk í öllum keppnum á tímabilinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×